Könnun á fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti í kjölfar alþingiskosninganna 29. október 2016

Landskjörstjórn er falið í 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar og 9. gr. laga um kosningar til Alþingis að reikna út hvort fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverju þingsæti í einhverju kjördæmi sé helmingi lægri en í einhverju öðru kjördæmi. Sé svo skal landskjörstjórn færa eitt sæti í einu frá því kjördæmi þar sem fjöldinn er lægstur til þess kjördæmis þar sem fjöldinn er hæstur.

Samkvæmt meðfylgjandi útreikningum var staðan á misvægi atkvæða við kosningarnar 29. október 2016 óbreytt frá síðustu alþingiskosningum.

Meira

Fréttatilkynning um úrslit kosninga til Alþingis 29. október 2016 og úthlutun þingsæta

Landskjörstjórn kom í dag saman og úthlutaði þingsætum til framabjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 29. október 2016.

Meira