Landskjörstjórn fer með veigamikið hlutverk við undirbúning og framkvæmd kosninga til Alþingis og gefur út kjörbréf til þingmanna eins og nánar greinir í lögum nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Auk þess er á vegum landskjörstjórnar unnið að rannsóknum á kosningamálum um kosningafræði.
Nánar um LandskjörstjórnKönnun á fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti í kjölfar alþingiskosninganna 28. október 2017
Samkvæmt meðfylgjandi útreikningum var staðan á misvægi atkvæða við kosningarnar 28. október 2017 óbreytt frá síðustu alþingiskosningum. Við næstu alþingiskosningar verða því átta þingsæti í Norðvesturkjördæmi, sjö kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti, en þrettán í Suðvesturkjördæmi, ellefu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Í öðrum kjördæmum verður fjöldi þingsæta sá sem tilgreindur er í 8. gr. kosningalaganna.
MeiraTilkynning um úrslit kosninga til Alþingis 28. október 2017 og úthlutun þingsæta.
Landskjörstjórn kom saman þriðjudaginn 7. nóvember og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 28. október 2017.
Meira