Kosningafróðleikur

Um kosningar

Á þessari vefsíðu eru upplýsingar og fróðleikur um kosningamál en þó einkum um kosningar til Alþingis.


Kosningakerfi

Lýsing á úthlutun þingsæta

Um úthlutun þingsæta gilda ákvæði XVI. kafla laga um kosningar til Alþingis, nánar tiltekið greinar 106 til og með 110.

Samkvæmt ákvæðum þessara laga fer úthlutun hinna 63 sæta á Alþingi fram í tveimur meginskrefum. Fyrst er kjördæmissætum úthlutað, en þau eru 54 að tölu. Kjördæmissætunum er alfarið úthlutað á grundvelli fylgis lista í hverju kjördæmi. Síðan er jöfn¬unarsætum úthlutað, en þau eru 9 talsins.


Lýsing á úthlutun þingsæta (pdf)

Lesa meira