Um alþingiskosningar

Hér er að finna upplýsingar um allar sex kosningar til Alþingis á þessari öld, þ.e. 10. maí 2003, 12. maí 2007, 25. apríl 2009, 27. apríl 2013, 29. október 2016 og 28. október 2017.

Annars vegar er vísað í skýrslur Hagstofu Íslands um framboð, kjósendur á kjörskrá og kosningaþátttöku.

Hins vegar er veitt aðgengi að skýrslum yfirkjörstjórna og landskjörstjórnar um úrslit kosninganna, úthlutun þingsæta og hvernig einstökum frambjóðendum er reiknuð atkvæðatala.

Að auki eru upplýsingar um kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 og ýmis kosningafróðleikur.