Auglýsing um mörk kjördæmanna í Reykjavík

Í gær 28. september 2017 ákvað landskjörstjórn hver ættu að vera mörk norður- og suðurkjördæma í Reykjavík, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Mörkin eru óbreytt frá síðustu alþingiskosningum 2016. Frá vestri til austurs skiptir Hringbraut, Miklabraut, Ártúnsbrekka og Vesturlandsvegur kjördæmunum þar til komið er að punkti á móts við Sóltorg í Grafarholti. Grafarholtshverfi skiptist áfram milli suður- og norðurkjördæmis um Kristnibraut og Gvendargeisla og Ingunnarskóli verður kjörstaður fyrir bæði kjördæmin í Grafarholti. Kjalarnes tilheyrir síðan Reykjavíkurkjördæmi norður.

Á kosning.is geta kjósendur flett upp í hvar þeir eru á kjörskrá og hver kjörstaðurinn er.

Mörk milli Reykjavíkurkjördæmis norðurs og Reykjavíkurkjördæmis suðurs
Mörk milli Reykjavíkurkjördæmis norðurs og Reykjavíkurkjördæmis suðurs
Mörk milli Reykjavíkurkjördæmis norðurs og Reykjavíkurkjördæmis suðurs um Grafarholt
Mörk milli Reykjavíkurkjördæmis norðurs og Reykjavíkurkjördæmis suðurs um Grafarholt