Skipting þingsæta milli kjördæma í alþingiskosningunum 28. október 2017.
Um fjölda þingsæta og skiptingu þeirra er fjallað í 8. gr. kosningalaga, sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 927/2016. Þingsæti eru 63 þar af eru kjördæmissæti 54 og jöfnunarsæti 9. Þau skiptast þannig milli kjördæma:
Kjördæmi | Þingsæti | Kjördæmissæti | Jöfnunarsæti |
Norðvesturkjördæmi | 8 | 7 | 1 |
Norðausturkjördæmi | 10 | 9 | 1 |
Suðurkjördæmi | 10 | 9 | 1 |
Suðvesturkjördæmi | 13 | 11 | 2 |
Reykjavíkurkjördæmi suður | 11 | 9 | 2 |
Reykjavíkurkjördæmi norður | 11 | 9 | 2 |