Greining á úthlutun þingsæta við alþingiskosningarnar 25. apríl 2009

Kosningar til Alþingis fóru fram 25. apríl 2009 í kjölfar þingrofs á miðju kjörtímabili. Í greiningunni þessari er fjallað um kosningaúrslitin og úthlutun þingsæta eins og gert hefur verið um kosningarnar tvennar næst á undan. Í greinargerðinni er auk þess gerður sérstakur samanburður á tvennum atriðum varðandi kosningarnar þrjár, en þær eiga það sameiginlegt að um þær giltu ný lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.


Annars vegar eru gæði úthlutunar þingsæta samkvæmt lögunum metin með vissum stærðfræðilegum mælikvarða. Sama gæðamælikvarða er beitt á nokkrar aðrar úthlutunaraðferðir sem til greina koma. Nýju lögin hafa staðið sig mjög þokklega á þessum mælikvarða en þó er bent á betri aðferð. Hins vegar er könnuð þróun milli kosninga í fjölda útstrikana og annara breytinga kjósenda á röð frambjóðenda, en kjósendur hafa í vaxandi mæli nýtt sér þann aukna rétt í þessum efnum sem fólst í nýju kosningalögunum.

Greining á úthlutun þingsæta 2009  (pdf)