Kosningar til Alþingis 25. apríl 2009

Upplýsingar um kosningarnar er annars vegar að finna í hagtíðindum Hagstofu Íslands og hins vegar í skýrslum yfirkjörstjórna og landskjörstjórnar.

Framboð, kjósendur, kosningaþátttaka

Hagstofa Íslands gefur út kosningaskýrslur. Skýrsla um alþingiskosningarnar 2009 er bæði að finna í prentuðu formi og á vefsíðu Hagstofunnar.

Úrslit og úthlutun þingsæta

Á fundi landskjörstjórnar 4. maí 2009 var samþykkt greinargerð um úrslit alþingiskosninganna 25. apríl 2009 og þingsætum úthlutað til frambjóðenda í samræmi við ákvæði XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum. Hér er hægt að nálgast greinargerðina:

Útreikningar á úthlutun þingsæta samkvæmt úrslitum kosninga til Alþingis 25. apríl 2009  (pdf)

Yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi skila landskjörstjórn skýrslum um talningu atkvæða. Í skýrslum yfirkjörstjórna er m.a. að finna atkvæði frambjóðenda í einstök sæti eftir að tekið hefur verið tillit til breytinga kjósenda á röð frambjóðenda. Þessar upplýsingar er að finna á eftirtöldum skjölum, en þar má ennfremur sjá tölu útstrikana hvers frambjóðanda (ásamt tilfærslum í sæti neðar en nemur svonefndri röðunartölu) og heildaratkvæðatölu frambjóðenda sem landskjörstjórn reiknar út, sbr. 110. gr. kosningalaganna: 

 Sjá ennfremur: Greining á úthlutun þingsæta við alþingiskosningarnar 25. apríl 2009 (pdf) og endurskoðaða gerð hennar til samræmis við umfjöllun um kosningarnar 2013: Greining á úthlutun þingsæta við alþingiskosningarnar 25. apríl 2009 endurskoðuð 2013 (pdf).