Hugleiðingar

Fyrirsagnalisti

Eitt þingsæti færist milli kjördæma við næstu kosningar

Fyrir næstu þingkosningar (sem verða í síðasta lagi vorið 2013) verður enn á ný búið að færa þingsæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis. Spurt er: Ef þetta hefði verið sætaskiptingin í kosningunum vorið 2009 hvernig hefðu sæti skipst á milli flokkslistanna á landinu að því gefnu að atkvæðatölur hefðu ekki breyst?

Lesa meira

Hvað eru Bretar að hugsa?

Úrslit bresku þingkosninganna vekja aftur upp umræðu um kosningafyrirkomulagið þar í landi. Nú heyrist sagt að nýja ríksstjórnin ætli að vísu að halda áfram í einmenningskjördæmin en bjóða upp á kosningafyrirkomulag sem þeir kalla Alternative Vote (AV). Því er svarað hvað það nú er en um leið sýnt fram á að enn eiga Bretar langt í að viðhafa hlutfallskosningar.

Lesa meira

Eiga auð atkvæði að hafa eitthvert vægi?

Spurt hvort auð atkvæði eigi að hafa eitthvert vægi í kosningum. Sagt er frá slíku fyrirkomulagi í Rússlandi og vöngum velt yfir kostum þess og göllum, aðallega göllum.

Lesa meira

Misvægi atkvæða eftir búsetu

Misvægi akvæða eftir búsetu getur orðið 2:1 hér á landi. Evrópuráðið hefur mælt með því að þetta misvægi fari ekki yfir 15%. Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sagði í áliti sínu um þingskosningarnar hér vorið 2009 að það virðist kominn tími til að endurskoða lagákvæði um skiptingu þingsæta til að hún samræmist meginreglunni um jafnan kosningarétt. ÖSE hefur gagnrýnt norsk þingkosningalög vegna þess sama.

Lesa meira

Enn um val á frambjóðendum

Bent er á að stjórnarfrumvörp um persónukjör liggja fyrir Alþingi en munu vart verða afgreidd á þinginu 2009-2010. Vakin er athygli á því að gildandi lög um kosningar til sveitarstjórna veita kjósendum minni rétt til breytinga á röð frambjóðenda en þingkosningalögin gera. Mælt er með einum heildarlögum um kosningar.

Lesa meira

Hvernig á að velja frambjóðendur?

Persónukjör er til umræðu; líka á þessum vef. Kjósendur hafa nánast frá upphafi listakjörs haft kost á að breyta röð frambjóðenda eða synja mönnum stuðnings. En áhrif slíkra breytinga hafa verið mismikil í tímans rás. Með kosningalögum frá árinu 2000 var vald kjósenda í þessum efnum stóraukið. Þó hafa hlutfallslega fáir nýtt sér möguleikann. Er áhuginn takmarkaður eða vitneskjan af skornum skammti? Eða nægja prófkjörin kjósendum? Þetta mætti rannsaka. 

ÞH í marslok 2009

Lesa meira

Eru kosningalög of flókin?

Á vefnum er sagt frá því að dómstóll í Þýskalandi telur kosningalög þar í landi of flókin og leiða til undarlegrar úthlutunar á þingsætum. Íslensku kosningalögin eru undir sömu sökina seld. Á hinn bóginn verður ekki á allt kosið. Skipting í kjördæmi, misvægi atkvæða, landsjöfnuður milli flokka; allt þetta er rekst hvert á annars horn. Fróðlegt væri að efna til umræðu um fyrirkomulagið hérlendis í kjölfar hins þýska dóms.

ÞH í október 2008.

Lesa meira