Hvernig á að velja frambjóðendur?

Persónukjör er til umræðu; líka á þessum vef. Kjósendur hafa nánast frá upphafi listakjörs haft kost á að breyta röð frambjóðenda eða synja mönnum stuðnings. En áhrif slíkra breytinga hafa verið mismikil í tímans rás. Með kosningalögum frá árinu 2000 var vald kjósenda í þessum efnum stóraukið. Þó hafa hlutfallslega fáir nýtt sér möguleikann. Er áhuginn takmarkaður eða vitneskjan af skornum skammti? Eða nægja prófkjörin kjósendum? Þetta mætti rannsaka.

ÞH í marslok 2009