Kosningakerfi

Fyrirsagnalisti

Lýsing á úthlutun þingsæta

Um úthlutun þingsæta gilda ákvæði XVI. kafla laga um kosningar til Alþingis, nánar tiltekið greinar 106 til og með 110.

Samkvæmt ákvæðum þessara laga fer úthlutun hinna 63 sæta á Alþingi fram í tveimur meginskrefum. Fyrst er kjördæmissætum úthlutað, en þau eru 54 að tölu. Kjördæmissætunum er alfarið úthlutað á grundvelli fylgis lista í hverju kjördæmi. Síðan er jöfn¬unarsætum úthlutað, en þau eru 9 talsins.


Lýsing á úthlutun þingsæta (pdf)

Lesa meira

Hvað þurfa margir að strika út mann til að hann færist niður?

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010 er spurt hver sé munur á mati á útstrikun samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis annars vegar og hins vegar samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Oftast er spurt: „Hve stór hluti kjósenda lista þarf að strika út sama manninn til að hann falli niður um sæti?“ Þessu er svarað með töflu sem sýnir umrædd lágmarkshlutföll.

Lesa meira

Um persónukjör

Í þjóðmálaumræðu hefur persónukjör borið mjög á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni á framboðslistum. Í pistli  á vefsíðunni eru reifaðir helstu möguleikar í þessum efnum. Ítarlega er fjallað um tölulegt uppgjör á kosningum með persónukjöri. 

Um persónukjör (pdf)  

Lesa meira

Þýski stjórnlagadómstóllinn dæmir kosningakerfið ótækt

Um langt árabil hefur það verið vitað að flokkur getur undir vissum kringumstæðum aukið þingstyrk sinn á þýska Sambandsþinginu með því að tapa atkvæðum. Hið öndverða er einnig mögulegt; að flokkur geti tapað sætum á auknu atkvæðafylgi - að öllu öðru óbreyttu. Þetta fyrirbæri nefna Þjóðverjar "neikvætt atkvæðavægi".

Lesa meira

Fyrirkomulag kosninga til Þjóðþingsins í Austurríki

Samsteypustjórn Jafnaðarmanna og Þjóðarflokksins í Austurríki sundraðist sumarið 2008 á miðju kjörtímabili og var efnt til kosninga hinn 28. september. Af því tilefni er í þessari greinargerð farið yfir kosningakerfið í Austurríki og prófað að beita því á Íslandi.

Lesa meira

Kosningar til landsþingsins í Bæjaralandi

Kosningafyrirkomulag í þýsku löndunum 16 dregur dám af fyrirkomulagi kosninga til Sambandsþingsins, en þó er hvert þeirra með sínu lagi. Kjósendur í Bæjaralandi fara með tvö atkvæði, annað til að velja frambjóðanda í einmenningskjördeild, en hitt til að velja frambjóðanda á lista hver í sínu kjördæmi.

Lesa meira