24.2.2022 : Nýr vefur síðar á árinu

Nýr vefur Landskjörstjórnar verður kynntur síðar á árinu.

Upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar 2022 er að finna á vefnum kosning.is

Lesa meira

1.10.2021 : Tilkynning um úrslit kosninga til Alþingis 25. september 2021 og úthlutun þingsæta

Landskjörstjórn kom saman föstudaginn 1. október 2021 og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. 

Lesa meira

1.10.2021 : Könnun á fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti í kjölfar alþingiskosninganna 25. september 2021

Í 8. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 segir að tíu þingsæti séu í Norðvesturkjördæmi og ellefu í Suðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn er falið í 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar og 9. gr. laga um kosningar til Alþingis að reikna út hvort fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverju þingsæti í einhverju kjördæmi sé helmingi lægri en í einhverju öðru kjördæmi. Sé svo skal landskjörstjórn færa eitt sæti í einu frá því kjördæmi þar sem fjöldinn er lægstur til þess kjördæmis þar sem fjöldinn er hæstur, allt þar til hlutfallið milli hæsta fjölda kjósenda að baki þingsæti og þess lægsta er komið undir tvo. Leiði þetta til breytinga á fjölda kjördæmissæta eftir kjördæmum tekur sú breyting gildi við næstu almennu alþingiskosningar.

Lesa meira

29.9.2021 : Fundur um úthlutun þingsæta

Landskjörstjórn kemur saman til fundar föstudaginn 1. október nk., kl. 16, til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar sem fram fóru 25. september sl.

Lesa meira