6.7.2021 : Stofnun samráðshóps um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga

Vegna fyrirhugaðra kosninga til Alþingis þann 25. september 2021 hafa Fjölmiðlanefnd, Fjarskiptastofa og netöryggissveitin (CERT-IS), landskjörstjórn og Persónuvernd, stofnað samráðshóp um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga. 

Lesa meira

26.5.2020 : Mörk kjördæmanna í Reykjavík við kjör forseta Íslands 27. júní 2020.

Við fyrirhugað kjör forseta Íslands 27. júní 2020, eiga mörk kjördæma að vera þau sömu og í næstliðnum alþingiskosningum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945. 

Lesa meira

9.11.2017 : Könnun á fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti í kjölfar alþingiskosninganna 28. október 2017

Samkvæmt meðfylgjandi útreikningum var staðan á misvægi atkvæða við kosningarnar 28. október 2017 óbreytt frá síðustu alþingiskosningum. Við næstu alþingiskosningar verða því átta þingsæti í Norðvesturkjördæmi, sjö kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti, en þrettán í Suðvesturkjördæmi, ellefu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Í öðrum kjördæmum verður fjöldi þingsæta sá sem tilgreindur er í 8. gr. kosningalaganna.

Lesa meira

8.11.2017 : Tilkynning um úrslit kosninga til Alþingis 28. október 2017 og úthlutun þingsæta.

Landskjörstjórn kom saman þriðjudaginn 7. nóvember og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 28. október 2017.

Lesa meira