Auglýsing frá landskjörstjórn um lista sem verða í framboði við alþingiskosningarnar 28. október 2017
Á fundi landskjörstjórnar kl. 14.00 í dag þriðjudaginn 17. október var í samræmi við 44. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, gert kunnugt um þá lista sem verða bornir fram í alþingiskosningunum 28. október næst komandi.
Eftirtaldir listar verða boðnir fram í öllum kjördæmum landsins við alþingiskosningar sem eiga að fara fram 28. október 2017:
- A-listi borinn fram af Bjartri framtíð.
- B-listi borinn fram af Framsóknarflokki.
- C-listi borinn fram af Viðreisn.
- D-listi borinn fram af Sjálfstæðisflokki.
- F-listi borinn fram af Flokki fólksins.
- M-listi borinn fram af Miðflokknum.
- P-listi borinn fram af Pírötum.
- S-listi borinn fram af Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands.
- V-listi borinn fram af Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
Eftirfarandi listi verður borinn fram í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmum norður og suður:
- R-listi borinn fram af Alþýðufylkingunni.
Eftirfarandi listi verður borinn fram í Suðurkjördæmi:
- T-listi borinn fram af Dögun – stjórnmálasamtökum um réttlæti, sanngirni og lýðræði.
Reykjavík, 17. október 2017.
Landskjörstjórn.
Kristín
Edwald, formaður
Ásdís Rafnar
Ástráður
Haraldsson
Björn Þór Jóhannesson
Dagný
Rut Haraldsdóttir