Auglýsing um mörk kjördæma í Reykjavík

27.8.2021

Landskjörstjórn hefur auglýst mörk norður- og suðurkjördæma í Reykjavík í Stjórnartíðindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Mörkin eru breytt frá síðustu alþingiskosningum 2017. Frá vestri til austurs skiptir Hringbraut, Miklabraut, Ártúnsbrekka og Vesturlandsvegur kjördæmunum þar til komið er að Víkurvegi. Grafarholtshverfi skiptist milli suður- og norðurkjördæmis um Reynisvatnsveg í austur að Jónsgeisla og Jónsgeisla að Krosstorgi. Þaðan eru mörkin dregin austur eftir Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi og að landamörkum Reykjavíkurborgar. Kjalarnes tilheyrir Reykjavíkurkjördæmi norður eins og áður.

Á vef Þjóðskrár Íslands geta kjósendur flett upp hvar þeir eru á kjörskrá og hver kjörstaðurinn er.

Fylgiskjal1_MorkkjordaemaMörk milli Reykjavíkurkjördæmis norður og Reykjavíkurkjördæmis suður.

Fylgiskjal2_MorkkjordaemaMörk milli Reykjavíkurkjördæmis norður og Reykjavíkurkjördæmis suður um Grafarholt.