Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi auglýstur á ný

27.10.2016

Landskjörstjórn ákvað á fundin sínum 24. október sl. að birta á ný framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, þar sem nafn eins frambjóðanda hafði misritast. Hefur auglýsingin verið birt í dagblöðum og Lögbirtingablaði, sbr. 44. gr. laga um kosningar til Alþingis. Auglýsing landskjörstjórnar um framboðslista við alþingiskosningarnar 29. október 2016 sem birt var 19. október sl. hefur verið uppfærð og má nálgast hér.