Fréttatilkynning um úrslit kosninga til Alþingis 29. október 2016 og úthlutun þingsæta

7.11.2016

Landskjörstjórn kom í dag saman og úthlutaði þingsætum til framabjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 29. október 2016.

Landskjörstjórn gaf jafnframt út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem náðu kjöri og jafnmargra varamanna.

Eftirtaldir frambjóðendur náðu kjöri til Alþingis:

Norðvesturkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
     Gunnar Bragi Sveinsson, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, sem 2. þingmaður.
     Elsa Lára Arnardóttir, Eikarskógum 4, Akranesi, sem 6. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
     Haraldur Benediktsson, Vestri-Reyni, Hvalfjarðarsveit, sem 1. þingmaður.
     Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Furugrund 58, Kópavogi, sem 4. þingmaður.
     Teitur Björn Einarsson, Nesvegi 43, Reykjavík, sem 7. þingmaður.
Af P-lista Pírata:
     Eva Pandora Baldursdóttir, Grenihlíð 12, Sauðárkróki, sem 5. þingmaður.
Af S-lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands:
     Guðjón S. Brjánsson, Laugarbraut 15, Akranesi, sem 8. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
     Lilja Rafney Magnúsdóttir, Hjallavegi 31, Suðureyri, sem 3. þingmaður.

Norðausturkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
     Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Hrafnabjörgum 3, Fljótsdalshéraði, sem 2. þingmaður.
     Þórunn Egilsdóttir, Hauksstöðum, Vopnafirði, sem 5. þingmaður.
Af C-lista Viðreisnar:
     Benedikt Jóhannesson, Selvogsgrunni 27, Reykjavík, sem 10. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
     Kristján Þór Júlíusson, Ásvegi 23, Akureyri, sem 1. þingmaður.
     Njáll Trausti Friðbertsson, Vörðutúni 8, Akureyri, sem 4. þingmaður.
     Valgerður Gunnarsdóttir, Hrísateigi 2, Húsavík, sem 8. þingmaður.
Af P-lista Pírata:
     Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Skálateigi 3, Akureyri, sem 7. þingmaður.
Af S-lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands:
     Logi Már Einarsson, Munkaþverárstræti 35, Akureyri, sem 9. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
     Steingrímur J. Sigfússon, Gunnarsstöðum, Þistilfirði, sem 3. þingmaður.
     Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hlíðarvegi 71, Ólafsfirði, sem 6. þingmaður.

Suðurkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:

Sigurður Ingi Jóhannsson, Syðra-Langholti 4, Hrunamannahreppi, sem 2. þingmaður.

     Silja Dögg Gunnarsdóttir, Seljudal 5, Reykjanesbæ, sem 7. þingmaður.
Af C-lista Viðreisnar:
     Jóna Sólveig Elínardóttir, Fornhaga 17, Reykjavík, sem 9. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
     Páll Magnússon, Áshamri 75, Vestmannaeyjum, sem 1. þingmaður.
     Ásmundur Friðriksson, Ósbraut 7, Garði, sem 3. þingmaður.
     Vilhjálmur Árnason, Selsvöllum 16, Grindavík, sem 5. þingmaður.
     Unnur Brá Konráðsdóttir, Gilsbakka 4, Hvolsvelli, sem 8. þingmaður.
Af P-lista Pírata:
     Smári McCarthy, Víðimel 19, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
Af S-lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands:
     Oddný G. Harðardóttir, Björk, Garði, sem 10. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
     Ari Trausti Guðmundsson, Fannafold 132, Reykjavík, sem 6. þingmaður.

Suðvesturkjördæmi:

Af A-lista Bjartrar framtíðar:
     Óttarr Proppé, Garðastræti 17, Reykjavík, sem 7. þingmaður.
     Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Fjallalind 43, Kópavogi, sem 12. þingmaður.
Af B-lista Framsóknarflokks:
     Eygló Harðardóttir, Mjósundi 10, Hafnarfirði, sem 9. þingmaður.
Af C-lista Viðreisnar:
     Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Mávahrauni 7, Hafnarfirði, sem 4. þingmaður.
     Jón Steindór Valdimarsson, Funafold 89, Reykjavík, sem 13. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
     Bjarni Benediktsson, Bakkaflöt 2, Garðabæ, sem 1. þingmaður.
     Bryndís Haraldsdóttir, Skeljatanga 12, Mosfellsbæ, sem 2. þingmaður.
     Jón Gunnarsson, Austurkór 155, Kópavogi, sem 6. þingmaður.
     Óli Björn Kárason, Tjarnarmýri 17, Seltjarnarnesi, sem 8. þingmaður.
    Vilhjálmur Bjarnason, Hlíðarbyggð 18, Garðabæ, sem 11. þingmaður.
Af P-lista Pírata:
     Jón Þór Ólafsson, Eggertsgötu 6, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
     Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Engjavegi 8, Mosfellsbæ, sem 10. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
     Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Ásvallagötu 23, Reykjavík, sem 5. þingmaður.

Reykjavíkurkjördæmi suður:

Af A-lista Bjartrar framtíðar:
     Nichole Leigh Mosty, Spóahólum 10, Reykjavík, sem 10. þingmaður.
Af B-lista Framsóknarflokks:
     Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Huldulandi 22, Reykjavík, sem 9. þingmaður.
Af C-lista Viðreisnar:
     Hanna Katrín Friðriksson, Logalandi 8, Reykjavík, sem 5. þingmaður.
    Pawel Bartoszek, Bólstaðarhlíð 39, Reykjavík, sem 11. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
     Ólöf Nordal, Laugarásvegi 21, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
     Brynjar Níelsson, Birkihlíð 14, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
     Sigríður Á. Andersen, Hávallagötu 53, Reykjavík, sem 8. þingmaður.
Af P-lista Pírata:
     Ásta Guðrún Helgadóttir, Meðalholti 4, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
    Gunnar Hrafn Jónsson, Neshaga 15, Reykjavík, sem 7. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
     Svandís Svavarsdóttir, Hjarðarhaga 28, Reykjavík, sem 2. þingmaður.
     Kolbeinn Óttarsson Proppé, Njálsgötu 22, Reykjavík, sem 6. þingmaður.

Reykjavíkurkjördæmi norður:

Af A-lista Bjartrar framtíðar:
     Björt Ólafsdóttir, Hvassaleiti 147, Reykjavík, sem 9. þingmaður.
Af C-lista Viðreisnar:
     Þorsteinn Víglundsson, Stórakri 9, Garðabæ, sem 5. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
     Guðlaugur Þór Þórðarson, Logafold 48, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
     Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Stakkholti 4b, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
     Birgir Ármannsson, Drafnarstíg 2a, Reykjavík, sem 8. þingmaður.
Af P-lista Pírata:
     Birgitta Jónsdóttir, Sigtúni 59, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
     Björn Leví Gunnarsson, Ljósheimum 10, Reykjavík, sem 7. þingmaður.
     Halldóra Mogensen, Grettisgötu 70, Reykjavík, sem 11. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
     Katrín Jakobsdóttir, Dunhaga 17, Reykjavík, sem 2. þingmaður.
     Steinunn Þóra Árnadóttir, Eskihlíð 10a, Reykjavík, sem 6. þingmaður.
     Andrés Ingi Jónsson, Hjarðarhaga 54, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

Landskjörstjórn bauð umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka, sem buðu fram í kosningunum, að koma til úthlutunarfundar landskjörstjórnar kl. 16:00 í dag, mánudaginn 7. nóvember 2016.

Landskjörstjórn hefur samkvæmt framansögðu lokið úthlutun þingsæta á grundvelli úrslita kosninganna og gefið út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem náðu kjöri sem alþingismenn og jafnmarga varamanna, sbr. XVI. og XVII. kafla laga um kosningar til Alþingis.

Landskjörstjórn vill árétta að Alþingi sker sjálft úr hvort þingmenn séu löglega kosnir, sbr. 46. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.

Landskjörstjórn.