Fundur um úthlutun þingsæta

29.9.2021

Landskjörstjórn kemur saman til fundar föstudaginn 1. október nk., kl. 16, til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar sem fram fóru 25. september sl.

Hér með er umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar gefinn kostur á að koma til fundarins, sem haldinn verður á 2. hæð í Austurstræti 8–10, Reykjavík, húsnæði nefndasviðs Alþingis. Gengið er inn frá Vallarstræti.

Reykjavík, 29. september 2021
Landskjörstjórn