Tilkynning frá landskjörstjórn

Mörk kjördæma í Reykjavík

14.10.2016

Föstudaginn 14. október 2016 samþykkti landskjörstjórn breytingu á auglýsingu nr. 825/2016, um mörk kjördæma í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016). Breytingin felur í sér að skýrð eru nánar mörk kjördæmanna í Grafarholti, sbr. meðfylgjandi uppdrátt.