Mörk kjördæmanna í Reykjavík við kjör forseta Íslands 27. júní 2020.

26.5.2020

Við fyrirhugað kjör forseta Íslands 27. júní 2020, eiga mörk kjördæma að vera þau sömu og í næstliðnum alþingiskosningum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945. Landskjörstjórn hefur ákveðið að auglýsing nr. 836/2017, sem fjallar um mörk kjördæmanna tveggja í Reykjavík við alþingiskosningarnar 28. október 2017, skuli fylgt við kjörið. Gildir það einnig um fyrirmæli hennar um hvar mörkin skuli vera í hverjum mánuði, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, en þau ráða því hvar þeir, sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík en búa erlendis eða eru skráðir óstaðsettir í hús í Reykjavík, greiða atkvæði. Samkvæmt því greiða þeir sem tilheyra þessum hópum og eru fæddir 1. til 15. hvers mánaðar atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en þeir sem eru fæddir 16. dag mánaðar eða síðar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Reykjavík, 26. maí 2020.
Landskjörstjórn, 

Kristín Edwald,
formaður.

 Páll Halldórsson.          Anna Tryggvadóttir.

Björn Þór Jóhannesson.     Katrín Helga Hallgrímsdóttir.