Umboðsmenn ólíkra sjónarmiða við þjóðaratkvæðagreiðsluna
20. október 2012

25.9.2012

Landskjörstjórn hefur skipað tólf einstaklinga sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða við þjóðaratkvæðagreiðsluna í einstökum kjördæmum, skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

 

Hlutverk umboðsmanna er eftirfarandi:

  1. Umboðsmaður hefur rétt til að fylgjast með framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á einstökum kjörstöðum í kjördæminu og gæta að því að kjörstjórn og kjósendur hegði sér þar í samræmi við lög nr. 91/2010 og lög nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, sbr. til hliðsjónar 94. gr. laga 24/2000. Verði hann áskynja um eitthvað ólöglegt við kosningarathöfnina og fái það ekki leiðrétt á hann rétt á að fá bókað um ágreininginn í kjörbókina og sker landskjörstjórn þá úr hvaða áhrif það hafi.
  2. Ef umboðsmaður telur kjörstjórn ekki meta utankjörfundaratkvæði með réttum hætti, sbr. 91. gr. laga nr. 24/2000, getur hann krafist bókunar um ágreininginn í kjörbókina og er þá kjörseðilsumslag ásamt fylgibréfi lagt aftur í sendiumslagið og atkvæðið sent til úrskurðar yfirkjörstjórnar.
  3. Umboðsmaður skal vera viðstaddur talningu atkvæða hjá viðkomandi yfirkjörstjórn og fylgjast með því að meðferð kjörstjórnar á atkvæðasendingum og talning fari fram í samræmi við lög nr. 91/2010 og lög nr. 24/2000. Telji umboðsmaður að meðferð á atkvæðasendingum eða aðferð við talningu sé ekki lögum samkvæmt og beiðni hans um leiðréttingu er ekki tekin til greina  getur hann fengið bókað um ágreininginn í gerðabók kjörstjórnarinnar og sker landskjörstjórn úr um niðurstöðu í málinu.
  4. Verði ágreiningur milli umboðsmanns og yfirkjörstjórnar um gildi atkvæðis, sbr. 100. og 101. gr. laga nr. 24/2000, skal leggja þá kjörseðla sem ágreiningur er um í tvö sérstök umslög, í annað þá seðla sem kjörstjórnin hefur úrskurðað gilda og í hitt þá seðla sem hún hefur úrskurðað ógilda, sbr. 3. mgr. 103. gr. laga nr. 24/2000. Yfirkjörstjórn sendir landskjörstjórn seðlana sem sker úr um gildi þeirra, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 91/2010.

 

Eftirtaldir einstaklingar voru skipaðir:

 Norðausturkjördæmi:

Já: Arnbjörg Sigurðardóttir, hdl.               464-9900             arnbjorg@logmannsstofa.is

Nei: Ingvar Þóroddsson, hdl.                     466-2700             ingvar @logmannshlid.is

 

Norðvesturkjördæmi:

Já: Pétur Kristinsson, hdl.                            438-1199             pk@simnet.is

Nei: Ingi Tryggvason, hdl.                            437-1700             lit@simnet.is

 

Suðurkjördæmi:

Já: Andrés Valdimarsson, hrl.                    893-3311             andresva@simnet.is

Nei: Sigurður Jónsson, hrl.                          480-1816             siggij@lov.is

 

Reykjavíkurkjördæmi norður

Já: Ásdís J. Rafnar,hrl.                                  561 3360              asdisrafnar@gmail.com

Nei: Hulda Rós Rúriksdóttir, hrl.               520-1050             hulda@LL3.is.

 

Reykjavíkurkjördæmi suður

Já: Inga Björg Hjaltadóttir, hdl.                  533-3200             ibh@acta.is

Nei: Björn Jóhannesson, hdl.                    530-1800             bjorn@megin.is

 

Suðvesturkjördæmi :

Já: Sonja María Hreiðarsdóttir, hdl.         530-1800             sonja@megin.is

Nei: Hjördís E. Harðardóttir, hrl.               530-1800             hjordis@megin.is

 

Landskjörstjórn, 19. september 2012.