Niðurstöðurtalningar í þjóðaratkvæðagreiðslunni
20. október 2012.

22.10.2012

Skýrslur frá yfirkjörstjórnum um niðurstöður talningar í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. hafa verið að berast landskjörstjórn í dag. Þegar skýrslur hafa borist og eftirrit gerðarbóka frá öllum yfirkjörstjórnum mun landskjörstjórn tilkynna um niðurstöður talningarinnar og jafnframt auglýsa hvenær hún muni koma saman til fundar til að úrskurða um mögulega ágreiningsseðla og lýsa úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sbr. 10. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmda þjóðaratkvæðagreiðslna.

 

Landskjörstjórn, 22. október 2012.