Færsla þingsætis í kjölfar alþingiskosninganna 27. apríl 2013

7.5.2013

Í 8. gr. laga um kosningar til Alþingis segir að tíu þingsæti séu í Norvesturkjördæmi og ellefu í Suðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn er falið í 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar og 9. gr. kosningalaga að breyta lögbundinni skiptingu kjördæmissæta milli kjördæma ef fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverju þingsæti er helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi. Eftir hverjar alþingiskosningar ber landskjörstjórn því að reikna út hvort misvægi atkvæða milli kjördæma kalli á slíka breytingu sem tekur þá til næstu almennu alþingiskosningar.

Eftir alþingiskosningarnar 2003 var eitt kjördæmissæti fært frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis á þessum grundvelli. Niðurstaðan eftir alþingiskosningarnar 2007 varð að áfram ættu að vera níu þingsæti í Norðvesturkjördæmi og tólf í Suðvesturkjördæmi. Eftir kosningarnar 25. apríl 2009 kom í ljós að misvægi atkvæða milli þessara sömu kjördæma hafði aukist svo að nauðsynlegt reyndist að flytja tvö þingsæti milli þeirra og eftir kosningarnar 27. apríl 2013 reyndist misvægi atkvæða milli kjördæmanna óbreytt. Við næstu almennu alþingiskosningar verða því átta þingsæti í Norðvesturkjördæmi, sjö kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti, en þrettán í Suðvesturkjördæmi, ellefu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti.

Útreikningur sem liggur til grundvallar (pdf).