Auglýsing frá landskjörstjórn um fjölda kjördæmissæta í Norðvesturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi.

13.1.2009

Á fundi landskjörstjórnar 5. desember síðast liðinn var ákveðið að birta auglýsingu í samræmi við 9. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, þar sem staðfest er að áfram skuli vera níu þingsæti í Norðvesturkjördæmi og tólf þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Ákvörðunin er reist á útreikningi samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna er leiddi í ljós að hlutfall kjósenda á kjörskrá við alþingiskosningarnar 2007 kallaði ekki á breytingu á þeirri tilfærslu þingsæta sem gerð var í kjölfar kosninganna 2003, sbr. auglýsingu nr. 361/2003. Nýja auglýsingin var birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. desember 2008 og hlaut stjórnartíðindanúmerið 1154/2008.

Auglýsing nr. 1154/2008.