Breytingar á skipan landskjörstjórnar

4.3.2009

Hinn 2. febrúar 2009 sagði formaður landskjörstjórnar, Gísli Baldur Garðarsson hrl., af sér sem formaður og tilkynnti um leið afsögn sína úr landskjörstjórn. Á fundi Alþingis 24. febrúar var Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl. kosin í hans stað og Gunnar Sturluson hrl. kosinn varamaður hennar. Þá var á fundi Alþingis 26. febrúar kosinn nýr varamaður, Sigurjón Unnar Sveinsson, í stað Eysteins Eyjólfssonar. Á fundi landskjörstjórnar 26. febrúar var Ástráður Haraldsson hrl. kjörinn formaður landskjörstjórnar. Verkaskipting milli stjórnarmanna er að öðru leyti óbreytt.