Umsagnir landskjörstjórnar um þingmál

21.12.2009

Á haustþinginu 2009 óskaði allsherjarnefnd Alþingis eftir umsögn landskjörstjórnar um fjögur lagafrumvörp. Tvö þeirra fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur (5. og 112. mál) og landskjörstjórn hafði áður veitt umsögn um. Þá var óskað eftir umsögn um frumvarp um breytingar á lögum kosningar til Alþingis sem miða að auknu persónukjöri (102. mál). Að lokum var frumvarp um stjórnlagaþing lagt fyrir landskjörstjórn til umsagnar (152. mál). Beiðnirnar voru teknar fyrir á fundum landskjörstjórnar 17. og 30. nóvember 2009 og meðfylgjandi svör send til allsherjarnefndar.

Umsögn um persónukjörsfrumvarp

Umsögn um stjórnarfrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu

Umsögn um þingmannafrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu

Umsögn um frumvarp um stjórnlagaþing