Niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar lýst

16.3.2010

Niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um gildi laga nr. 1/2010, sem fram fór laugardaginn 6. mars 2010, var lýst á fundi landskjörstjórnar 15. mars. Engar kærur bárust um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar. Að teknu tilliti til niðurstöðu landskjörstjórnar um ágreiningsatkvæði sem komu til úrskurðar hennar og endanlegra skýrslna yfirkjörstjórna varð niðurstaðan eftirfarandi:

 

Kjósendur á kjörskrá 229.926
Gild atkvæði 136.991
Ógild atkvæði 7.240
          þar af auðir 6.744
          þar af aðrir ógildir 496

 

Gild atkvæði skiptust þannig eftir því hvernig kjósendur svöruðu spurningunni: „Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?:

 

Já, þau eiga að halda gildi 2.599
Nei, þau eiga að falla úr gildi 134.392

 

Þar sem meiri hluti gildra atkvæða féllu þannig að synja beri lögunum samþykkis (98,1%) skulu þau falla úr gildi í samræmi við 3. málslið 26. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944.

Úrskurður um ágreiningsatkvæði.