Fréttatilkynning. Listi yfir frambjóðendur í framboði til stjórnlagaþings
Á fundi landskjörstjórnar 25. október sl. lauk landskjörstjórn yfirferð sinni yfir framkomin framboð. Í samræmi við fyrirmæli 6. og 7. mgr. 8. gr. laga um stjórnlagaþing hefur frambjóðendum verið raðað í starfrófsröð, en fyrsta nafn í röðinni var valið að handahófi í viðurvist sýslumannsins í Reykjavík. Enn fremur var frambjóðendum úthlutað auðkennistölu í viðurvist sýslumanns í Reykjavík, sem kjósendur færa á kjörseðil í kosningum til stjórnlagaþings laugardaginn 27. nóvember nk. Á listanum koma fram upplýsingar um nöfn frambjóðenda og auðkennistölu, svo og starfsheiti þeirra og sveitarfélag þar sem þeir eru búsettir.
Listi yfir frambjóðendur í framboði til stjórnlagaþings.
fh. landskjörstjórnar
Þórhallur Vilhjálmsson,
ritari landskjörstjórnar