Tilkynning frá landskjörstjórn

14.10.2016

Landskjörstjórn tekur framboðslista sem bornir eru fram við alþingiskosningar 29. október 2016 til meðferðar og afgreiðslu á fundi þriðjudaginn 18. október næst komandi kl. 14 á 2. hæð í Austurstræti 8-10 í Reykjavík (gengið inn frá Vallarstræti).

Umboðsmenn stjórnmálasamtaka sem bjóða fram lista eiga rétt á að vera viðstaddir fundinn, sbr. 40. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000.

Reykjavík, 14. október 2016.

Landskjörstjórn.