Tilkynning um úrslit kosninga til Alþingis 25. september 2021 og úthlutun þingsæta

1.10.2021

Landskjörstjórn kom saman föstudaginn 1. október 2021 og úthlutaði þingsætum til frambjóðenda skv. XVI. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Úthlutunin byggðist á skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaúrslit í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fram fóru laugardaginn 25. september 2021.

Landskjörstjórn gaf jafnframt út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem náðu kjöri og jafnmargra varamanna.

Eftirtaldir frambjóðendur náðu kjöri til Alþingis:

Norðvesturkjördæmi:
Af B-lista Framsóknarflokks:
Stefán Vagn Stefánsson, Hólavegi 26, Sauðárkróki, sem 1. þingmaður.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Bakkakoti 1, Borgarbyggð, sem 3. þingmaður.
Halla Signý Kristjánsdóttir, Holti í Önundarfirði, Ísafjarðarbæ, sem 7. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Helgubraut 11, Kópavogi, sem 2. þingmaður.
Haraldur Benediktsson, Vestra-Reyni, Hvalfjarðarsveit, sem 5. þingmaður.
Af F-lista Flokks fólksins:
Eyjólfur Ármannsson, Hrafnabjörgum 1, Þingeyri, sem 6. þingmaður.
Af M-lista Miðflokksins:
Bergþór Ólason, Bjarkargrund 24, Akranesi, sem 8. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
Bjarni Jónsson, Nátthaga 22, Hólum í Hjaltadal, sem 4. þingmaður.
Norðausturkjördæmi:
Af B-lista Framsóknarflokks:
Ingibjörg Ólöf Isaksen, Lögbergsgötu 5, Akureyri, sem 1. þingmaður.
Líneik Anna Sævarsdóttir, Hlíðargötu 47, Fáskrúðsfirði, sem 4. þingmaður.
Þórarinn Ingi Pétursson, Grund, Akureyri, sem 9. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Njáll Trausti Friðbertsson, Vörðutúni 8, Akureyri, sem 2. þingmaður.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Stekkjartúni 22, Akureyri, sem 6. þingmaður.
Af F-lista Flokks fólksins:
Jakob Frímann Magnússon, Úthlíð 3, Reykjavík, sem 8. þingmaður.
Af M-lista Miðflokksins:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Skrúðási 7, Garðabæ, sem 7. þingmaður.
Af S-lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands:
Logi Már Einarsson, Munkaþverárstræti 35, Akureyri, sem 5. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hlíðarvegi 71, Ólafsfirði, sem 3. þingmaður.
Jódís Skúladóttir, Reynihvammi 1, Múlaþingi, sem 10. þingmaður.
Suðurkjördæmi:
Af B-lista Framsóknarflokks:
Sigurður Ingi Jóhannsson, Syðra-Langholti 4, Hrunamannahreppi, sem 2. þingmaður.
Jóhann Friðrik Friðriksson, Skólavegi 38, Reykjanesbæ, sem 5. þingmaður.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Álalæk 17, Selfossi, sem 7. þingmaður.
Af C-lista Viðreisnar:
Guðbrandur Einarsson, Langholti 5, Reykjanesbæ, sem 10. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Guðrún Hafsteinsdóttir, Iðjumörk 3, Hveragerði, sem 1. þingmaður.
Vilhjálmur Árnason, Vesturhópi 30, Grindavík, sem 4. þingmaður.
Ásmundur Friðriksson, Grænulaut 10, Reykjanesbæ, sem 6. þingmaður.
Af F-lista Flokks fólksins:
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Háhæð 1, Garðabæ, sem 3. þingmaður.
Af M-lista Miðflokksins:
Birgir Þórarinsson, Minna-Knarrarnesi, Vogum, sem 9. þingmaður.
Af S-lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands:
Oddný G. Harðardóttir, Garðbraut 14, Garði, sem 8. þingmaður.
Suðvesturkjördæmi:
Af B-lista Framsóknarflokks:
Willum Þór Þórsson, Bakkasmára 1, Kópavogi, sem 3. þingmaður.
Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuási 5, Hafnarfirði, sem 11. þingmaður.
Af C-lista Viðreisnar:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Mávahrauni 7, Hafnarfirði, sem 5. þingmaður.
Sigmar Guðmundsson, Blönduhlíð 20, Reykjavík, sem 12. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Bjarni Benediktsson, Bakkaflöt 2, Garðabæ, sem 1. þingmaður.
Jón Gunnarsson, Austurkór 155, Kópavogi, sem 2. þingmaður.
Bryndís Haraldsdóttir, Skeljatanga 12, Mosfellsbæ, sem 6. þingmaður.
Óli Björn Kárason, Tjarnarmýri 17, Seltjarnarnesi, sem 10. þingmaður.
Af F-lista Flokks fólksins:
Guðmundur Ingi Kristinsson, Sunnusmára 24, Kópavogi, sem 9. þingmaður.
Af P-lista Pírata:
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Engjavegi 8, Mosfellsbæ, sem 7. þingmaður.
Gísli Rafn Ólafsson, Svöluási 1a, Hafnarfirði, sem 13. þingmaður.
Af S-lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands:
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Arnarási 17, Garðabæ, sem 8. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Sólvallagötu 74, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
Reykjavíkurkjördæmi suður:
Af B-lista Framsóknarflokks:
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Huldulandi 22, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
Af C-lista Viðreisnar:
Hanna Katrín Friðriksson, Þverholti 17, Reykjavík, sem 8. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Geirsgötu 2, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
Hildur Sverrisdóttir, Ránargötu 6, Reykjavík, sem 5. þingmaður.
Birgir Ármannsson, Granaskjóli 27, Reykjavík, sem 9. þingmaður.
Af F-lista Flokks fólksins:
Inga Sæland, Maríubaugi 121, Reykjavík, sem 7. þingmaður.
Af P-lista Pírata:
Björn Leví Gunnarsson, Skeiðarvogi 127, Reykjavík, sem 6. þingmaður.
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, Vesturgötu 56, Reykjavík, sem 11. þingmaður.
Af S-lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands:
Kristrún Mjöll Frostadóttir, Háaleitisbraut 91, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
Svandís Svavarsdóttir, Hjarðarhaga 28, Reykjavík, sem 2. þingmaður.
Orri Páll Jóhannsson, Urðarstíg 11, Reykjavík, sem 10. þingmaður.
Reykjavíkurkjördæmi norður:
Af B-lista Framsóknarflokks:
Ásmundur Einar Daðason, Norðurbrún 14, Reykjavík, sem 5. þingmaður.
Af C-lista Viðreisnar:
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Háagerði 29, Reykjavík, sem 8. þingmaður.
Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Guðlaugur Þór Þórðarson, Logafold 48, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
Diljá Mist Einarsdóttir, Fannafold 146, Reykjavík, sem 6. þingmaður.
Af F-lista Flokks fólksins:
Tómas A. Tómasson, Mjóstræti 6, Reykjavík, sem 9. þingmaður.
Af P-lista Pírata:
Halldóra Mogensen, Urðarstíg 14, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
Andrés Ingi Jónsson, Rauðalæk 14, Reykjavík, sem 10. þingmaður.
Af S-lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands:
Helga Vala Helgadóttir, Vesturvallagötu 3, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
Jóhann Páll Jóhannsson, Vesturbrún 4, Reykjavík, sem 11. þingmaður.
Af V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:
Katrín Jakobsdóttir, Dunhaga 17, Reykjavík, sem 2. þingmaður.
Steinunn Þóra Árnadóttir, Eskihlíð 10a, Reykjavík, sem 7. þingmaður.

Landskjörstjórn hefur samkvæmt framansögðu lokið úthlutun þingsæta á grundvelli úrslita kosninganna og gefið út kjörbréf til þeirra frambjóðenda sem náðu kjöri sem alþingismenn og jafnmarga varamanna, sbr. XVI. og XVII. kafla laga um kosningar til Alþingis.

Landskjörstjórn bókar á úthlutunarfundi 1. október 2021:

Í XV. kafla laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, er fjallað um kosningaúrslit í kjördæmum, þ.m.t. um verkaskiptingu yfirkjörstjórna og landskjörstjórnar þegar kemur að úrslitum alþingiskosninga. Yfirkjörstjórnir annast talningu atkvæða í kjördæmum í samræmi við 97. gr. laga um kosningar til Alþingis. Landskjörstjórn leggur til eyðublöð fyrir skýrslur um atkvæðatölur, tekur á móti skýrslunum frá yfirkjörstjórnum og úthlutar þingsætum í samræmi við XVI. kafla laganna. Svo landskjörstjórn geti byggt úthlutun þingsæta á traustum grunni þarf hún að ganga úr skugga um að skýrslur yfirkjörstjórna um atkvæðatölur séu byggðar á fullnægjandi upplýsingum.

Að morgni sunnudags 26. september sl. komu formaður landskjörstjórnar, ritari hennar og stærðfræðingur, sem er ráðgjafi landskjörstjórnar, saman í húsakynnum Alþingis til þess að taka á móti skýrslum yfirkjörstjórna svo að reikna mætti út atkvæðatölur framboðslista og gera grein fyrir breyttum atkvæðum, sbr. 105. og 110. gr. laga um kosningar til Alþingis. Þá lágu fyrir í fjölmiðlum niðurstöður talninga í einstökum kjördæmum. Af þeim mátti ráða að einungis sjö atkvæðum munaði á frambjóðanda V-lista og frambjóðanda M-lista í Suðurkjördæmi og að viðsnúningur á atkvæðatölu þessara framboða hefði áhrif á úthlutun þingsæta. Enn fremur mátti ráða að einungis munaði tveimur atkvæðum á atkvæðahlutfalli C-lista í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi og að viðsnúningur á þessum hlutföllum hefði áhrif á úthlutun jöfnunarsæta. Næmisgreining eins og hér er lýst hefur verið hluti af yfirferð landskjörstjórnar við undanfarnar kosningar og hafa niðurstöður hennar jafnan verið kynntar fyrir kjörbréfanefnd Alþingis. Í þetta sinn var ljóst að atkvæðafjöldi sem gæti haft áhrif á úthlutun þingsæta var minni en áður. Var athygli yfirkjörstjórna Norðvestur- og Suðurkjördæma vakin á þessu. Í símtali við formann landskjörstjórnar upplýsti formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis að ákveðið hefði verið að endurtelja greidd atkvæði í kjördæminu þegar í ljós hafi komið misræmi í flokkun atkvæða sem voru greidd C-lista. Áréttaði formaður landskjörstjórnar mikilvægi þess að umboðsmenn framboðslista væru viðstaddir endurtalninguna.

Sama dag, sunnudaginn 26. september, kl. 17.47, bárust landskjörstjórn gögn frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í tölvupósti með fyrirsögninni „Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi.“ Þar sem gögnin voru óskýr og ekki á því sniðmáti sem landskjörstjórn hafði sent yfirkjörstjórnum til útfyllingar var haft samband við tengilið yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis og barst skýrslan, með atkvæðatölum framboða, landskjörstjórn kl. 11.39, mánudaginn 27. september. Þar með hafði borist ein skýrsla um kosningaúrslit frá hverju kjördæmi. Úthlutun samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna allra kjördæmanna leiddi til þess að jöfnunarsæti færðust milli kjördæma frá því sem kynnt hafði verið í fjölmiðlum og hafði það áhrif á kosningu fimm þingmanna. Síðar sama dag bárust landskjörstjórn athugasemdir umboðsmanns P-lista í Norðvesturkjördæmi við það hvernig staðið var að framkvæmd endurtalningarinnar, boðun umboðsmanna og varðveislu kjörgagna. Jafnframt hafa landskjörstjórn borist afrit af bréfum tveggja frambjóðenda frá 27. september, þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmd talningarinnar. Af hálfu yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis var upplýst að kjörstjórnin hefði, eftir að hafa yfirfarið verklag við flokkun og talningu atkvæða, ákveðið að endurtelja ekki atkvæðaseðla í kosningunum. Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis endurskoðaði síðar þessa ákvörðun sína á fundi 27. september í kjölfar beiðna umboðsmanna V-lista, P-lista, D-lista, J-lista og S-lista í kjördæminu. Endurtalning kjörseðla í kosningunum í Suðurkjördæmi fór fram síðar þann dag. Niðurstaða tvöfaldrar endurtalningar í kjördæminu skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðu og kynnt var í lokatölum yfirkjörstjórnarinnar.

Í ljósi þess að landskjörstjórn skal byggja úthlutun sína á skýrslum yfirkjörstjórna, sbr. 106. og 105. gr. laga um kosningar til Alþingis, og að frávik í niðurstöðum kosninganna í Norðvesturkjördæmi frá því sem kynnt hafði verið í fjölmiðlum reyndust hafa umtalsverð áhrif á úthlutun jöfnunarsæta ákvað landskjörstjórn á fundi sínum 27. september sl. að afla nánari upplýsinga frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd flokkunar og talningar atkvæða í öllum kjördæmum. Auk þess var óskað eftir upplýsingum um meðferð kjörgagna, allt frá því að kjörgögn bárust yfirkjörstjórn til talningar og þar til talningu var lokið í einstökum kjördæmum og hvernig boðun og upplýsingagjöf til umboðsmanna framboðslista var háttað. Sérstaklega var þess óskað að yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis veitti upplýsingar um verklag við endurtalninguna og hvað skýrði mun á heildarfjölda atkvæða og breytingu á fjölda ógildra seðla á milli talningar og endurtalningar. Loks óskaði landskjörstjórn eftir afriti af fundargerðum yfirkjörstjórna frá og með kjördegi. Landskjörstjórn bárust umbeðin gögn og upplýsingar 27. og 28. september. Landskjörstjórn hefur kynnt sér og yfirfarið svör og fundargerðir yfirkjörstjórna um talninguna.

Í fundargerð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis frá fundi hennar 25. – 26. september er rakið tilefni endurtalningarinnar og lýst niðurstöðum hennar. Jafnframt er rakið í hverju misræmi frá fyrri talningu hafi verið fólgið. Tekur yfirkjörstjórnin fram að þær breytingar sem orðið hafi við endurtalninguna hafi verið „vegna mannlegra mistaka og [harmi] yfirkjörstjórn að þær hafi átt sér stað og biðst velvirðingar á þeim“. Jafnframt tekur yfirkjörstjórnin fram að með endurtalningunni hafi kjörstjórnin leiðrétt þau mistök sem hafi átt sér stað. Hvað viðkemur varðveislu kjörgagna kemur fram í fundargerðinni að á meðan fundarfrestun yfirkjörstjórnar stóð frá kl. 07.35 til kl. 13.00 hafi kjörgögn verið geymd í sal Hótels Borgarness þar sem talningin fór fram en hann hafi verið læstur og öryggismyndavélar væru við inngang hans. Í greinargerð formanns yfirkjörstjórnarinnar er ekki að finna nánari upplýsingar um hvernig varðveisla kjörgagna hafi verið tryggð eða hvernig aðgangi að talningarsalnum hafi að öðru leyti verið háttað. Í greinargerð formanns yfirkjörstjórnar 28. september kemur fram að upptökur úr öryggismyndavél hafi verið sendar lögreglu. Ritari landskjörstjórnar óskaði sérstaklega eftir því við formann yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis að hann aflaði staðfestingar um tiltekin atriði varðandi upptökur úr öryggismyndavélum en slík staðfesting barst ekki. Að mati landskjörstjórnar hefur ekki borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis á að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi.

Hlutverk landskjörstjórnar er nánar afmarkað í stjórnarskrá og lögum um kosningar til Alþingis. Ákvæði þeirra gera ekki ráð fyrir því að landskjörstjórn geti haft afskipti af störfum yfirkjörstjórna, til að mynda gefið þeim fyrirmæli um framkvæmd talningar eða mælt fyrir um endurtalningu. Hins vegar verður að líta svo á, einkum með vísan til 106. og 105. gr. laga um kosningar til Alþingis, að það sé hlutverk landskjörstjórnar að leiða sem best í ljós hvaða upplýsingar og gögn frá yfirkjörstjórnum kjördæma liggja til grundvallar við vinnu landskjörstjórnar um úthlutun þingsæta. Hefur landskjörstjórn þá jafnframt í huga mikilvægi þess að almennt ríki traust um framkvæmd kosninga.

Í samræmi við framangreint og samkvæmt 106. gr., sbr. 105. gr. laga um kosningar til Alþingis telur landskjörstjórn sér skylt að úthluta þingsætum, kjördæmissætum og jöfnunarsætum, á grundvelli skýrslna um kosningaúrslit sem henni berast frá yfirkjörstjórnum. Fellur það utan valdsviðs landskjörstjórnar að taka afstöðu til hugsanlegra ágalla á framkvæmd kosninga í einstökum kjördæmum eða hvort, og þá hvaða, áhrif slíkt hafi á gildi kosninga. Leggur landskjörstjórn áherslu á að í samræmi við 46. gr. stjórnarskrárinnar er það hlutverk Alþingis að úrskurða um hvort til staðar kunni að vera þeir gallar á framkvæmd kosninga sem ætla megi að hafi haft áhrif á úrslit þeirra, sbr. einnig 3. mgr. 120. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Landskjörstjórn.