Skipan landskjörstjórnar:

Samkvæmt 12. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, kýs Alþingi eftir hverjar almennar kosningar fimm manna landskjörstjórn og jafnmarga til vara. Landskjörstjórn velur sér sjálf formann og skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Síðast var kosið í landskjörstjórn 8. febrúar 2018. Eftirtaldir einstaklingar sitja í landskjörstjórn:

Aðalmenn

  • Kristín Edwald, formaður 
  • Páll Halldórsson
  • Anna Tryggvadóttir, varaformaður
  • Heiða Björg Pálmadóttir (tók sæti Björns Þórs Jóhannessonar 24. ágúst 2021) 
  • Ólafía Ingólfsdóttir (kosin 29. maí 2020)

Varamenn

  • Katrín Helga Hallgrímsdóttir
  • Rut Ragnarsdóttir
  • Heiða Björg Pálmadóttir
  • Sunna Rós Víðisdóttir (áheyrnarfulltrúi frá 24. ágúst 2021)
  • Arnar Kristinsson

Ritari landskjörstjórnar er Laufey Helga Guðmundsdóttir.