Kynning og kynningarefni

Dómsmálaráðuneytið mun útbúa kynningarefni um frambjóðendur sem verður dreift á öll heimili. Jafnframt verður útbúið kynningarefni á vefsíðu á vegum ráðuneytisins.

Ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra gilda um framlög eða styrki til frambjóðenda eftir því sem við á.

Kostnaður frambjóðenda vegna kosningabaráttu má að hámarki nema 2 milljónum króna.