Hvernig er kosið til stjórnlagaþings?

Kjörseðill og kosning

Kosning til stjórnlagaþings verður með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í almennum kosningum hér á landi. Kosnir verða 25 þingfulltrúar en til að jafna kynjahlutföll kann að verða bætt við allt að 6 fulltrúum. Landið verður eitt kjördæmi. Vægi atkvæða verður því óháð búsetu. Talning fer fram miðlægt á vegum landskjörstjórnar og úrslit verða birt fyrir landið í heild en ekki eftir kjördæmum. Sjá Kjorsedill_og_kosning (pdf).

Aðferðin við talningu atkvæða

Talningaraðferðin, sem notuð verður, hefur í þingskjölum verið nefnd forgangsröðunaraðferð en það er þó fullvítt hugtak. Nákvæmara, en klúðurslegra, er að kenna aðferðina við framsal atkvæðis, en svo heitir hún á ensku, Single Transferable Vote (STV). Sjá Adferdin_vid_talningu_atkvaeda (pdf).

Hvers vegna varð forgangsröðunaraðferð fyrir valinu?

Kosning til stjórnlagaþings er persónukosning; frambjóðendur bjóða sig ekki fram í nafni samtaka, þeir eru ekki á listum. Unnt er að útfæra slíka persónukosningu með margvíslegum hætti. Sýnt er eins konar ættartré slíkra aðferða. Sjá Forgangsrodunaradferd (pdf).

Ágrip af sögu STV-aðferðarinnar

Aðalfyrirmynd að forgangsröðunaraðferðinni, STV, er að finna á Írlandi en þar hefur kerfið verið notað alfarið í kosningum um langa hríð. Fyrirkomulag Íra er notað allvíða í hinum engilsaxneska heimi. Hugmyndin á rætur að rekja til Bretlands á öndverðri nítjándu öld, en var líka uppgötvuð af dananum Carl Andræ um miðja þá öld. Sjá Agrip-af-sogu-STV (pdf).

Frekari upplýsingar um STV-aðferðina